Um okkur

 

Scanmar AS hefur síðustu áratugi verið leiðandi fyrirtæki í hönnun, þróun og framleiðslu á veiðistýringarkerfum. Okkar markmið er að bjóða skipstjórnendum fiskiskipa búnað sem eykur skilvirkni við veiðar.

Scanmar leggur áherslu á að þróa áfram sinn búnað í góðri samvinnu við notendur. Lykillinn að góðum árangri í vöruþróun er ekki aðeins okkar áhugi og þekking heldur einnig okkar samstarf við sjómenn og eigendur fiskiskipa um allan heim undanfarna áratugi.

Scanmar veiðistýringarkerfið er háþróað kerfi sem hefur verið stöðugt í þróun frá árinu 1980 og síðan þá hefur fyrirtækið fjárfest í vöruþróun fyrir um NOK 400 milljónir. Útkoman er kerfi og búnaður sem er þekktur fyrir rekstraröryggi, gæði og endingu sem á sér ekki hliðstæðu.

Scanmar var stofnað árið 1980. Á þeim tíma blöstu mörg stór vandamál við rafeindageiranum, einkum og sér í lagi þegar kom að fiskveiðum. Eins og gengur og gerist í tæknigeiranum þá var staðan sú að margir framleiðendur líktu eftir vörum hvers annars. Það var mikið úrval af dýptarmælum og sónartækjum frá fjölda framleiðenda en lítið um nýsköpun.

Stofnendur Scanmar voru því áhugasamir um framþróun á tækjabúnaði sem væri öðruvísi en sá búnaður sem aðrir framleiðendur buðu fram á markaðnum. Þar sem sjálfar fiskveiðarnar eru frumskilyrði sjávarútvegsins þá var í upphafinu eðlilegt að beina sjónum að þeim.

Við rannsökuðum margar vísindaskýrslur tengdar fiskveiðum. Þó að gildi þeirra og vægi væri misjafnt þá var augljóst af lestri þeirra að það var mikil þörf fyrir að ná fram betri stjórnun á veiðarfærunum og þannig auka skilvirkni við fiskveiðarnar. Okkur þótti raunar sæta furðu að enginn hefði áður verið búinn að gera neitt í þessu. Það kom í ljós að ástæðan fyrir því var að engum framleiðendum veiðitæknibúnaðar, ekki einu sinni þeim stærstu, hafði tekist að þróa áreiðanlega tækni fyrir þráðlausar sendingar milli tækjabúnaðar á veiðarfæri og skips. Þetta er alger og óhjákvæmileg forsenda þessarar tækni í ljósi þess um hvaða verðmæti er að tefla, bæði í tækjabúnaði og afla.

Áður fyrr öfluðu menn sér upplýsinga með því að framkvæma einfaldar mælingar á togvírum, skoða slit og önnur merki á toghlerum og svo framvegis. Þrátt fyrir þessar frumstæðu aðferðir þá voru það ekki margir sem sáu fyrir sér þörfina á að geta mælt bil milli toghlera.

En að lokum fór það svo að „allir“ vildu fá hleranema. Við fengum aragrúa skilaboða frá notendum þar sem þeir sögðust hafa öðlast nýja reynslu sem var algerlega frábrugðin því sem þeir höfðu vænst.

Árið eftir var Toghraða og skekkjuneminn þróaður. Með notkun fjarlægðarnema á toghlerunum sást fljótt hvernig breytingar í toghraða og neðansjávarstraumum höfðu áhrif á hlerabilið. Um leið og áreiðanleg gögn lágu fyrir um það hvernig mismunandi fisktegundir gátu breytt sundhraða sínum eftir hitastigi sjávar (kaldur sjór/hlýr sjór), þá blasti við að það væri mikilvægt að geta stjórnað hraða vörpunnar og sjá hvort hún drægist skökk eða ekki.

Það leið nokkur tími þar til þessi nemagerð sætti velgengni. Ristarneminn, sem var önnur útgáfa hans og framleidd til að fylgjast með halla og sjávarstreymi gegnum rist í smáfiskaskilju á rækjuvörpu, sló hins vegar strax í gegn. Skekkjuneminn fylgdi svo skömmu á eftir, en hann mælir flæði í vörpuopinu og gegnum byrðið.

Höfulínumælirinn var kynntur til leiks í lok níunda áratugarins (1980-1990) og hann varð brátt ómissandi fyrir fjölmarga skipstjórnarmenn.

Eftir að nokkur tími hafði liðið, fóru aðrir framleiðendur að seilast inn á markaðinn. Við höfðum byggt upp umfangsmikla reynslu og náð góðri sýn á framtíðarþarfir sjómanna. Hinir framleiðendurnir nutu ekki þessa kosta. Flestir þeirra hættu fljótlega framleiðslu þar sem þeir höfðu neyðst til að reiða sig á einfaldar lausnir til að geta hafist handa eins fljótt og þeim var auðið.

Þróunarvinna Scanmar hefur verið mjög umfangsmikil á undanförnum árum. Nýjar lausnir í brú skipa, halla- og hornamælingar á toghlerum, fyllingarhraði í poka, snúningur á vörpu og mæling vatnsfötuáhrifa, auk ýmissa tæknilausna sem varin eru af einkaleyfum eru allt þættir sem koma fram í framboði á nýjum vörum.