Velkomin til Scanmar

Scanmar AS hefur síðustu áratugi verið leiðandi fyrirtæki í hönnun, þróun og framleiðslu á veiðistýringarkerfum. Okkar markmið er að bjóða skipstjórnendum fiskiskipa búnað sem eykur skilvirkni við veiðar.

Scanmar veiðistýringarkerfið er háþróað kerfi sem hefur verið stöðugt í þróun frá árinu 1980 og síðan þá hefur fyrirtækið fjárfest í vöruþróun fyrir um NOK 400 milljónir.  Útkoman er kerfi og búnaður sem er þekktur fyrir rekstraröryggi, gæði og endingu sem á sér ekki hliðstæðu.